19.03.1985
Sameinað þing: 60. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3634 í B-deild Alþingistíðinda. (2974)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Eiður Guðnason):

Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman og athugað kjörbréf Maríönnu Friðjónsdóttur, sem er 2. varamaður Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi.

Fyrir fundi nefndarinnar lá jafnframt svohljóðandi skeyti frá 1. varamanni Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Bjarna Guðnasyni, sem er erlendis:

„Eftersom jag er utanlands, kan jag inte tage Jon Baldvin Hannibalssons plats på Altinget“, sem útleggst, með leyfi forseta: „Þar sem ég er erlendis get ég ekki tekið sæti Jóns Baldvins Hannibalssonar á Alþingi,“ svo að öllu réttlæti sé nú hér til hins ýtrasta fullnægt.

Kjörbréfanefnd leggur einróma til, þar sem öll rétt gögn liggja fyrir í málinu, að kjörbréf Maríönnu Friðjónsdóttur verði samþykkt.

Á fundi sínum athugaði kjörbréfanefnd einnig og fjallaði um kjörbréf Jónínu Leósdóttur, Neshaga 15, Reykjavík, sem varamanns Bandalags jafnaðarmanna í Reykjavíkurkjördæmi. Kjörbréfanefnd leggur sömuleiðis einróma til að kjörbréf hennar verði samþykki.