19.03.1985
Sameinað þing: 61. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3670 í B-deild Alþingistíðinda. (3013)

203. mál, kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal vakin athygli á því að nú er nokkuð liðið á fundartíma. Það hefur verið gert ráð fyrir að á þessum fundi verði framhald utandagskrárumr. um kaupgjaldsmál kennara. Það er í raun og veru ekki hægt að fresta framhaldi þeirrar umr. lengur en til þessa fundar. Þess vegna verður þeirri umr. að ljúka á þessum fundi. Það er ekki heldur góður kostur að fresta umr. þeim sem nú standa yfir og þess vegna verður þess freistað að halda þeim áfram í trausti þess að þeim geti lokið von bráðar.

Hér er ekki verið að takmarka umr., heldur vekja athygli á stöðu mála þannig að hv. þm. geti gert það upp við sjálfa sig hvort þeir vilji gera þessa málsmeðferð mögulega á þessum fundi.