19.03.1985
Sameinað þing: 61. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3675 í B-deild Alþingistíðinda. (3020)

203. mál, kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég get svarað hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni strax. Ég geri ráð fyrir að flugvélar hafi ekki verið taldar þarna upp vegna þess að í rauninni geta allar flugvélar borið kjarnorkuvopn og ég held að það hafi ekki verið meining tillögumanna að gera flugvélar útlægar af Íslandi.