19.03.1985
Sameinað þing: 61. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3694 í B-deild Alþingistíðinda. (3030)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Varðandi lokaorð hv. 3. þm. Reykv. vil ég segja að mér er ekki kunnugt um að hvað miklu leyti ríkisstj. eða einstakir ráðh. geta haft áhrif á gang mála hjá Kjaradómi, en ef það er hægt mun ég beita mér fyrir því. Ég tel það alveg sjálfsagt. Ég vil að gefnu tilefni að það komi fram líka að samningamenn kennara hafa fengið mín símanúmer, mitt einkanúmer bæði á skrifstofunni og heima, og ég hef boðið þeim að hafa samband við mig á hvaða tíma sólarhringsins sem er hafi þeir eitthvað fram að færa eða vilji þeir ná sambandi við mig. Dyrnar hjá mér standa því opnar hvenær sem er. Auglýsingar banka og sparisjóða.