19.03.1985
Sameinað þing: 61. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3695 í B-deild Alþingistíðinda. (3032)

316. mál, útflutningsbætur og niðurgreiðslur

Fyrirspurnin hljóðar svo:

1. a. Hvernig var útflutningsbótum ríkissjóðs ráðstafað?

b. Hvaða gagna var krafist áður en greiðslur fóru fram?

c. Hvernig voru greiðslur inntar af hendi?

d. Hverjir voru viðtakendur greiðslna?

e. Hvaða kostnaðarliðir við sölu, geymslu, flutning, umboðslaun, vinnslu og framleiðslu landbúnaðarafurða voru greiddir af útflutningsbótum og í hvaða röð?

f. Hvaða kröfur voru gerðar til viðtakenda um skilagreinar fyrir ráðstöfun útflutningsbóta og hvernig var eftirliti ríkisins með greiðslum háttað?

Svar: 1. a. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti ríkisbókhalds voru

útflutningsbætur greiddar á árinu 1984 sem hér segir (í þús. kr.):

Mjólkurafurðir

82 498

Hrossakjöt

2 367

Innmatur

13 140

Kindakjöt

317 939

Ull

692

Vaxta- og geymslugjald

46 939

Vextir

4 455

Útflutningsbætur alls:

468 030

1. b. Gerðar eru þær kröfur til útflutningsaðila að þeir skili sölureikningum og staðfestingu Seðlabanka Íslands á gjaldeyrisskilum. Vaxta- og geymslugjald af útfluttum afurðum er greitt samkvæmt staðfestum birgðahaldsskýrslum.

1. c. Útflytjandi leggur fram sölureikning og staðfestingu á gjaldeyrisskilum til landbúnaðarráðuneytisins sem yfirfer þau ásamt ríkisendurskoðun. Landbúnaðarráðuneytið skrifar síðan greiðslubeiðni á útflutningsbótalið sinn og stílar greiðsluna á Framleiðsluráð landbúnaðarins. Framleiðsluráð sér síðan um að greiða útflutningsbæturnar. að frádregnum lögbundnum gjöldum, til útflutningsaðila.

1. d. Eins og kemur fram í svari 1. c. fara útflutningsbótagreiðslur til Framleiðsluráðs frá ríkisféhirði. Framleiðsluráð greiðir síðan útflutningsaðilum. Helstu útflutningsaðilar eru:

Búvörudeild Sambands ísl. samvinnufélaga.

Sláturfélag Suðurlands.

Osta- og smjörsalan.

Álafoss hf.

Ísmat hf.

Garðar Gíslason hf.

1. e. Samkvæmt lögum eru útflutningsbætur greiddar vegna þess mismunar sem er á framleiðslukostnaði innanlands og þess verðs sem útflutningurinn skilar. Það er því engin leið að aðgreina framleiðslukostnað bónda. vinnslustöðvar eða heildsala þegar útflutningsbótareikningur er gerður. Undantekning frá þessu er vaxta- og geymslukostnaður af kindakjöti en í því tilfelli er greiddur ákveðinn kostnaðarliður. Á árinu 1984 var 46,9 m. kr. varið til þessa þáttar.

1. f. Ríkisendurskoðun fylgist með skilum Framleiðsluráðs landbúnaðarins á útflutningsbótunum. Útflutningsbætur eru þannig ákvarðaðar að sláturleyfishafar og mjólkurbú fá greitt skráð heildsöluverð innanlands fyrir þær afurðir sem þeir flytja út. Útfluttar afurðir eru ekki gerðar sérstaklega upp við bændur, enda er ekki eyrnamerkt við móttöku á hráefni hvað muni fara til útflutnings og hvað ekki.

2. a. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti ríkissjóðs voru niðurgreiðslur inntar af hendi fyrir eftirtaldar afurðir á árinu 1984 sem hér segir (í þús. kr.):

Mjólk

297 422

Ull

57 920

Nautgripir

13 385

Kartöflur

23 434

Kindakjöt

172 794

Vaxta- og geymslugjald

162 505

Lífeyrissjóður bænda

75 957

Áburður

9 750

Niðurgreiðslur alls 1984:

813 167

2. b. Söluaðilar senda inn til Framleiðsluráðs landbúnaðarins staðfestar skýrslur um sölu á heildsölustigi á þeim vörum sem eru niðurgreiddar hverju sinni. Framleiðsluráð landbúnaðarins sendir viðskiptaráðuneyti heildaryfirlit sem ráðuneytið yfirfer og greiðir eftir af niðurgreiðslulið sínum. Að því er varðar Lífeyrissjóð bænda er hér um að ræða mótframlag neytenda í lífeyrissjóðinn. Greiðslukrafan kemur frá Lífeyrissjóði bænda. Ríkisendurskoðun yfirfer niðurgreiðslugögn frá Framleiðsluráði landbúnaðarins.

2. c. Framleiðsluráð landbúnaðarins tekur við greiðslunum frá ríkisféhirði og sér um að koma þeim til viðkomandi söluaðila. Greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda fara beint til sjóðsins.

2. d. Eins og segir í lið 2. c. er Framleiðsluráð móttakandi á greiðslum frá ríkisféhirði. Framleiðsluráð ráðstafar niðurgreiðslunum til ullarkaupenda. sláturleyfishafa og mjólkurbúa.

2. e. Niðurgreiðslur standa undir hluta af heildarframleiðslukostnaði hverrar vöru sem er niðurgreidd. Ríkisstjórn ákveður hverju sinni niðurgreiðslufjárhæð á heildsöluverð. Niðurgreiðslum hefur aldrei verið ætlað að standa undir ákveðnum hluta af framleiðslukostnaði eins og t. d. sláturkostnaði, sölukostnaði eða framleiðslukostnaði mjólkurbúa, heldur hefur niðurgreiðslan verið ákveðin upphæð til þess að lækka verð til neytenda. Undantekning frá þessu er vaxta- og geymslukostnaður af kindakjöti en í því tilfelli er greiddur ákveðinn kostnaðarliður. Á árinu 1984 var 162,5 m. kr. varið til þessa þáttar.

2. f. Niðurgreiðslur eru hluti af því verði sem framleiðandi fær fyrir búvörurnar og ákveðið er af sexmannanefnd. Ekki er hægt að greina á milli hvort peningarnir koma frá niðurgreiðslum eða neytendaverði þegar vinnsluaðilar gera upp við bændur. Eftirlit með skilum Framleiðsluráðs til vinnslu- og heildsöluaðila er í höndum ríkisendurskoðunar.