21.03.1985
Sameinað þing: 62. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3733 í B-deild Alþingistíðinda. (3088)

21. mál, Ríkismat sjávarafurða

Frsm. minni hl. (Kristín S. Kvaran):

Virðulegi forseti. Ég tala hér fyrir minni hl. atvmn. vegna þál. um að leggja niður starfsemi Ríkismats sjávarafurða. Í nál. segir:

„Það er greinilegt að meiri hl. n. er þeirrar skoðunar eins og fram kemur í frávísunartill. hans að ríkisstj. sé engan veginn reiðubúin til þess að breyta starfsháttum sínum, t. d. með því að draga úr miðstýringu og opinberum tilkostnaði og með því að hætta afskiptum af ,verðlagningu vöru í viðskiptum milli aðila.

Það hlýtur að teljast eðlilegra að það gæðamat, sem notað er við verðlagningu vöru, sé samningsatriði milli kaupenda og seljenda hennar. Undirrituð leggur þess vegna til að till. verði samþykkt óbreytt.“