25.03.1985
Neðri deild: 51. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3803 í B-deild Alþingistíðinda. (3146)

341. mál, Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Varðandi það frv. sem hér liggur fyrir til l. um breytingu á lögum nr. 51 28. apríl 1983, um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins, 341. mál, er þess að geta að við undirbúning málsins var þess ekki gætt að ákvörðun um 3% viðbótargreiðslu skv. III. lið ákvæðis til bráðabirgða í 1. gr. frv. þarf að taka til tímabilsins frá 1. ágúst 1984 til jafnlengdar 1985. Sjútvn. flytur því svofellda brtt. á þskj. 617:

„Upphaf III. liðar ákvæðis til bráðabirgða í 1. gr. orðist svo:

Auk sérstakra bóta skv. II skal á tímabilinu 1. ágúst 1984 til 1. ágúst 1985 greiða til útgerðar fiskiskipa“ o. s. frv.

Í frv. stóð upphaflega: 1. janúar 1985 til 31. ágúst 1985. Það eru aðeins þessar dagsetningar sem verið er að breyta með þessari brtt. sjútvn.