27.03.1985
Neðri deild: 52. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3925 í B-deild Alþingistíðinda. (3262)

355. mál, starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Vitaskuld er þetta erindi í athugun, en það er ekki heimilt ráðh. að veita þessi starfsréttindi. Það er Alþingi eitt sem hefur heimild til þess. Það hefur fallið í minn hlut, sérstaklega í fyrra skiptið sem ég gegndi embætti heilbr.- og trmrh., að flytja þó nokkur slík frumvörp. Þá var mikið talað um það hér á þingi hvað væri búið að veita starfsréttindi mörgum stéttum. Þessar aðfinnslur urðu háværari við hvert frv. sem flutt var. Því greip ég til þess ráðs að Alþingi sjálft fjallaði um efni málsins eða þær nefndir þingsins sem fyrst og fremst fjalla um þessi mál. En fyrr en ég sé hver afdrif þessa frv. verða get ég ekki og vil ég ekki meira um málið segja.