01.04.1985
Efri deild: 54. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4007 í B-deild Alþingistíðinda. (3325)

165. mál, sláturafurðir

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Ég hleyp hér í skarðið fyrir hv. 11. landsk. þm. Egil Jónsson og er ég að sjálfsögðu mjög upp með mér af því. Hér er um að ræða frv. sem er lagt fram fyrir alllöngu síðan og varðar staðfestingu á brbl. sem gefin voru út 17. júlí í sumar. Það er því kominn tími til þess að staðfesta þessi brbl.

Hér er um það að ræða að allmörg sláturhús í landinu fá undanþágu og brbl. eru gefin út á sinni tíð til þess að slátrun geti farið fram með löglegum hætti í þeim sláturhúsum sem hér koma við sögu. Um þetta er fátt fleira að segja og líklega ekki neitt. Nm. eru sammála um að mæla með því að þetta mikla mál verði samþykkt eins og það liggur fyrir.