01.04.1985
Efri deild: 54. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4007 í B-deild Alþingistíðinda. (3326)

165. mál, sláturafurðir

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Því miður vil ég bæta örfáum orðum við. Fyrst vil ég þakka hv. landbn. fyrir afgreiðslu málsins og að leggja til að brbl. verði samþykkt. En í framsöguræðu minni fyrir frv. hér fyrr á þinginu gat ég þess að brbl. heimiluðu eingöngu undanþágu til 1. júní 1985 og það mun vera borin von að þá verði öll sláturhús orðin þannig í stakk búin að þau muni ekki þurfa áframhaldandi undanþágu. Þess vegna óskaði ég eftir því að nefndin athugaði hvað lengi hún vildi fallast á að framlengja þetta ákvæði. Ég held því að fyrir 3. umr. sé nauðsynlegt að flytja brtt. um þetta. Ég veit ekki hvort nefndin hefur rætt þetta atriði, en vil þá aðeins geta þess að fyrir 3. umr. er nauðsynlegt að taka þetta til athugunar.