10.04.1985
Efri deild: 55. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4101 í B-deild Alþingistíðinda. (3421)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Björn Dagbjartsson:

Virðulegi forseti. Ég hef íhugað þetta frv., sem hér er til umr., nokkuð vandlega nú um hríð. Mér sýnist að mjög mikið útstreymi fjár úr bankakerfinu nú mundi geta skapað aukna þenslu og þá sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu, aukna eyðslu eins og við urðum varir við í fyrra. Ég er í sjálfu sér sammála því að innilokað fé verður ekki notað til framfaramála. Ég get þó ekki skilið að 10% bundins fjár sé endilega hin eina rétta prósentutala.

Þar sem frv. til seðlabankalaga mun núna vera til meðferðar í viðskrn. og þessi mál í heild sífellt til gagngerrar meðferðar hjá ríkisstj. mun ég styðja þá till. að vísa þessu máli til ríkisstj.