10.04.1985
Efri deild: 55. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4106 í B-deild Alþingistíðinda. (3426)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það er óhætt að segja að það er ekki málafátækt á dagskrá þessarar hv. deildar í dag, hér eru 20 mál á dagskrá. Það væri því ekki ástæða til að taka á dagskrá mál sem hefði verið óskað eftir að yrði frestað. Forseti taldi reyndar sjálfur eðlilegt að taka ekki mál á dagskrá þar sem 1. flm. væri fjarverandi. En forseti telur sig knúinn til að ítreka það einu sinni enn að það er að frumkvæði og skv. eindreginni ósk hv. 1. flm. þessa frv. að málið er tekið hér til afgreiðslu í dag.