15.04.1985
Neðri deild: 56. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4180 í B-deild Alþingistíðinda. (3508)

50. mál, ríkisábyrgð á launum

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta mál er komið frá Ed. Samgn. Nd. hefur athugað þetta mál og fékk Ragnar Hall borgarfógeta til að upplýsa nm. um ýmis atriði frv. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með tveimur breytingum. Þeir sem skrifa undir þetta auk mín eru hv. þm. Guðmundur J. Guðmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Halldór Blöndal, Eggert Haukdal og Stefán Guðmundsson. Guðmundur H. Garðarsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

En brtt. eru tvær. Sú fyrri er við 4. gr. a.-lið sem er um það að skyldusparnaður njóti sama réttar og orlof, þ. e. að hann hafi forgangsrétt fyrir öðrum kröfum. Önnur brtt. er við 9. gr. 1. málsgr. Málsliðurinn er þannig:

„Nú hefur skiptameðferð á búi vinnuveitandans verið lokið vegna eignaleysis þess án þess að innköllun hafi verið gefin út í búið og verður greiðslukrafa á hendur ríkissjóði þá að berast félmrh. innan sex mánaða frá birtingu auglýsingar um skiptalok í Lögbirtingablaði.“

Og þá kemur viðbótin: Félmrh. er þó heimilt að taka til greina kröfu er berst innan tólf mánaða frá birtingu innköllunar ef sýnt er að kröfuna hafi ekki verið hægt að gera fyrr.