15.04.1985
Neðri deild: 56. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4187 í B-deild Alþingistíðinda. (3518)

Afgreiðsla þingmála

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Breytingar á lögum um framleiðslu- og sölumál landbúnaðarins hafa verið á döfinni alllengi. Eins og fram kom í máli hv. 3. þm. Reykv. er ákveðið að leggja þær tillögur sem búið er að undirbúa fyrir aukafund Stéttarsambands bænda á miðvikudaginn.

Ég hafði ákveðið að afhenda stjórnarandstöðunni þessar tillögur strax og þær yrðu tilbúnar en það mun ekki verða fyrr en á morgun. Það voru lögð fram drög á fundi þingflokka stjórnarinnar í síðustu viku en meðal annars án grg. Unnið er að því að ganga frá þessu núna og því verður lokið á morgun. Mun ég þá þegar gera ráðstafanir til þess að stjórnarandstaðan fái frv. í hendur.