16.04.1985
Sameinað þing: 70. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4200 í B-deild Alþingistíðinda. (3550)

357. mál, húsnæðissamvinnufélög og búseturéttaríbúðir

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hæstv. félmrh. lýsti því yfir áðan að hann mundi beita sér fyrir því að leggja fram og fá afgreitt á þessu þingi frv. til laga um búseturéttaróúðir. Síðan hefur hv. 8. þm. Reykv. Stefán Benediktsson lagt fram þá fsp. til hins hlutans í ríkisstj., þ. e. Sjálfstfl., hvort það sé full samstaða í stjórnarliðinu um þetta frv. og að það verði afgreitt á þessu þingi. Og ég vil spyrja hv. þm. Sjálfstfl. sem hér eru viðstaddir: Hefur Sjálfstfl. tekið ákvörðun um að styðja félmrh. í því að frv. um húsnæðissamvinnufélög verði að lögum í vor? — Hefur nú kvatt sér hljóðs sá maður sem kjarkmestur er í því liði og vænti ég að hann geti svarað og svari þeim spurningum sem bornar hafa verið fram. Er þá væntanlega fullsvarað af hálfu ríkisstj. þegar bæði hann og ráðh. hafa talað.