16.04.1985
Sameinað þing: 71. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4237 í B-deild Alþingistíðinda. (3592)

45. mál, bætt merking akvega

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um bætta merkingu akvega. Nefndin hefur fjallað um till. og fengið umsagnir vegamálastjóra, Umferðarráðs, Náttúruverndarráðs og Ferðamálaráðs Íslands.

Nefndin leggur til að till. verði samþykkt með breytingu sem flutt er á sérstöku þskj.

Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Birgir Ísl. Gunnarsson og Pétur Sigurðsson.

Brtt. er flutt á þskj. 700. Lagt er til að tillgr. orðist svo, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að beita sér fyrir átaki til að bæta merkingu akvega, setja upp viðvaranir við hættulegar ökuleiðir og samræma merkingar vega alþjóðlegum reglum.“

Það þarf ekki að taka það fram að vaxandi ferðamannastraumur um landið gerir það brýnt að tekist verði á við það verkefni sem þáltill. fjallar um.