17.04.1985
Efri deild: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4303 í B-deild Alþingistíðinda. (3621)

416. mál, þingsköp Alþingis

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Hæstv. forseti. Það er aðeins ein spurning: Er hægt að kjósa slíka nefnd án þess að taka málið á dagskrá? Að vísu fannst mér óeðlilegt að vísa máli til nefndar, sem ekki hefði verið kosin, sem enginn vissi hver væri, en ég gerði ekki aths. við það. En ég held að þetta geti ekki verið rétt þingsköp að kjósa nefnd án þess að taka málið á dagskrá.