17.04.1985
Efri deild: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4303 í B-deild Alþingistíðinda. (3625)

416. mál, þingsköp Alþingis

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Ég vænti þess að það liggi ljóst fyrir að hér er ekki um óvenjulega aðferð að ræða við slíkar aðstæður sem hér hafa verið skýrðar. Og hér liggur þá fyrir till. um þingskapanefnd Ed.

Fram kom einn listi með jafnmörgum nöfnum samtals og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvgr.:

Þorv. Garðar Kristjánsson,

Salome Þorkelsdóttir,

Helgi Seljan,

Haraldur Ólafsson,

Eiður Guðnason,

Stefán Benediktsson,

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,

Davíð Aðalsteinsson,

Valdimar Indriðason.