17.04.1985
Efri deild: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4312 í B-deild Alþingistíðinda. (3632)

165. mál, sláturafurðir

Davíð Aðalsteinsson:

Hæstv. forseti. Landbn. hefur fjallað um þetta mál og flytur brtt. við frv. um sláturafurðir. Það er gert ráð fyrir að lögin gildi til 1986 í stað 1985, eins og fyrr var ráð fyrir gert. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að dómi nm., að ekki sé ráðrúm til þess að koma við þeim ráðstöfunum sem óhjákvæmilegar eru svo að kleift verði að löggilda ýmis þau sláturhús sem eru á undanþágu.

Það var beðið um það við umr. í n.hæstv. landbrh. tæki þátt í umr. við afgreiðslu málsins og skýrði frá því með hvaða hætti yrði unnið áfram og eftirleiðis að ráðstöfunum til að löggilda mætti þau sláturhús sem enn eru ekki þannig búin að eðlilegt geti talist. Hæstv. landbrh. er hér í deild og heyrir orð mín. Hann mun væntanlega segja þingheimi frá því sem fyrirhugað er í þessum efnum. En n. leggur til þessa breytingu sem þegar er kynnt.