30.10.1984
Sameinað þing: 11. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (368)

66. mál, greiðslukort

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Út af orðum hv. 10. landsk. þm. tel ég að hér sér um að ræða frjáls viðskipti á milli þeirra sem kaupa og selja og þess vegna þurfi að haga þessum reglum með þeim hætti að þar geti verið um að ræða samkomulag hjá þeim aðilum. Þess vegna óskaði ég eftir að leitað yrði til þeirra aðila sem hagsmuna hefðu að gæta við samningu þessa frv. Svo verður það að sjálfsögðu Alþingis að kveða á um með hvaða hætti þessar reglur endanlega verða settar.