30.10.1984
Sameinað þing: 11. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (369)

66. mál, greiðslukort

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég bið afsökunar á því að ég skuli vera að blanda mér í umr. um þessa fsp., en ég hjó eftir því er ég gekk hér inn í salinn að hv. fyrirspyrjandi greindi frá því að Jón Magnússon, sem er hinn hæfasti maður vitanlega, væri einnig fjölkunnugur. Ég vildi aðeins óska eftir nánari skýringu á þessu því ef um slíkt er að ræða held ég að bæði séu þau samtök ekki illa sett sem hafa öðrum eins hæfileikamanni á að skipa í forustu sinni og enn fremur vildi ég fá nánar frá þessu greint, enda gæti komið sér vel fyrir ríkisstj. að hafa sérstakt samband við slíkan mann eins og nú standa sakir.