23.04.1985
Sameinað þing: 73. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4496 í B-deild Alþingistíðinda. (3777)

395. mál, framleiðslustyrkir til kartöfluverksmiðja

Fyrirspyrjandi (Eiður Guðnason):

Ég skal svara hv. þm. Þorsteini Pálssyni mjög stutt. Alþfl. er ekki andvígur því að íslenskur iðnaður njóti sannmælis og eðlilegrar aðstöðu. En ef íslenskur iðnaður getur ekki keppt við vöru þar sem innflutningsmúrinn er á fjórða hundrað prósent eins og ég rakti hér áðan vekur það ýmsar spurningar. Það vekur spurningar um það hvort slíkur iðnaður eigi rétt á sér. Það vekur ýmsar spurningar og ef ekki er hægt að keppa við þær aðstæður þá þarf að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Það er ekki leiðin að fara stöðugt í vasa skattborgaranna og sækja þangað peninga eins og gert hefur verið í þessu sambandi.