23.04.1985
Sameinað þing: 74. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4550 í B-deild Alþingistíðinda. (3820)

206. mál, nýjar hernaðarratsjárstöðvar á Íslandi

Utanrrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins fagna því að það komu fram merkilegar yfirlýsingar, bæði af hálfu hv. þm. Steingríms Sigfússonar og hv. þm. Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, þar sem þau lýstu því bæði yfir að þau hefðu ekki verið að boða einhliða afvopnun lýðræðisríkjanna og þar með þá ekki heldur Íslands.