30.10.1984
Sameinað þing: 11. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (384)

80. mál, einingahús

Árni Johnsen:

Herra forseti. Ég vil taka undir það að á þessum málum verði tekið. Það er mikilvægt að þessum reglum verði breytt aftur. Það er mikilvægt vegna þess að þetta er tvíþætt: Það er hagkvæmni í byggingum, ódýrari byggingar, og það er mikið atvinnuspursmál sem hefur orðið víða um land í sambandi við byggingu einingahúsa og hefur orðið grundvöllur fyrir með þeim reglum sem hafa verið til skamms tíma. Það er því í stuttu máli hægt að taka mjög ákveðið undir það að þessum reglum verði breytt hið fyrsta.