29.04.1985
Neðri deild: 61. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4594 í B-deild Alþingistíðinda. (3890)

455. mál, nýsköpun í atvinnulífi

Forseti (Ingvar Gíslason):

Mig langar til að spyrja hæstv. ráðh. hvort til greina kæmi að hann gerði grein fyrir þremur málum sem á dagskrá eru, 13., 14., og 15. máli, öllum í senn. (Forsrh.: Jú, það er í lagi mín vegna ef engin athugasemd er við það gerð.) Að dómi forseta væri það heppilegt. Ef engin athugasemd er gerð við það óska ég eftir því að hæstv. ráðh. haldi áfram ræðu sinni.