30.04.1985
Sameinað þing: 76. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4607 í B-deild Alþingistíðinda. (3896)

387. mál, viðmiðunarverð Fiskveiðasjóðs á skipum

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Erindi það sem Fiskveiðasjóði barst frá ríkisstj. var rætt fyrst á stjórnarfundi þar 15. janúar. Það hefur síðan verið rætt á fjölmörgum fundum en eigi er komin endanleg niðurstaða stjórnarinnar þannig að enn þá hefur stjórn sjóðsins ekki orðið við þeirri beiðni sem hv. fyrirspyrjandi spyr um. Hins vegar hefur farið fram verulegt starf í því sambandi. Ég bendi á í þessu sambandi að Fiskveiðasjóður hefur þegar boðið í eitt af skipunum sem hér er rætt um. Tilboð Fiskveiðasjóðs hljóðaði upp á húftryggingarverð skipsins en fram að því hefur það verið venja að Fiskveiðasjóður bjóði sem samsvarar öllum áhvílandi skuldum við sjóðinn.

Því miður hef ég ekki önnur svör við þessari fsp.