30.04.1985
Sameinað þing: 76. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4622 í B-deild Alþingistíðinda. (3921)

435. mál, uppeldisstörf á dagvistarheimilum

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Einungis til þess að skýra þetta nánar. Það liggur ekki meira fyrir nákvæmlega enn þá vegna þess að þessi áætlun, þetta nál. sem fyrir liggur hefur ekki enn þá verið kynnt dagvistarheimilum landsins og mér þykir eðlilegt að þeir, sem eiga að starfa með þetta, fái sjálfir að fjalla um það áður en einstakir þættir í framkvæmdum verða frekar ákveðnir. Þetta er ætlað til leiðbeiningar. Það er ekki ætlunin að skerða frelsi manna. Þetta er einungis ætlað til hjálpar og leiðbeiningar og það munu umræður og umfjöllun á dagvistarheimilunum sjálfum, þeirra sem þar starfa, leiða betur í ljós í sumar með hverjum hætti það nýtist enn frekar.