02.05.1985
Sameinað þing: 78. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4679 í B-deild Alþingistíðinda. (3967)

206. mál, nýjar hernaðarratsjárstöðvar á Íslandi

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Á meðan starfrækt er hér á landi eftirlitsstöð tel ég rétt að sú stöð sé sem allra best úr garði gerð til að sinna sínu hlutverki. Því er ég hlynntur því að ratsjárstöðvar verði endurreistar á Norðurlandi og á Vestfjörðum og endurbyggð á Suðausturlandi þannig að þaðan megi flytja það herlið sem þar er. Ég fel einnig slíkar stöðvar mikilvægar fyrir öryggi íslensks flugs. Ég mun því styðja það að þessar ratsjárstöðvar verði reistar.

Hins vegar tel ég óeðlilegt að Alþingi ákveði einstök afriði í framkvæmd varnarsáttmálans og geti vart gert það með þál. Á þeirri forsendu og með tilvísun til þess sem ég hef sagt styð ég að till. verði vísað til ríkisstj. og segi já.