03.05.1985
Neðri deild: 63. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4795 í B-deild Alþingistíðinda. (4047)

338. mál, sala jarðarinnar Víðiness í Beruneshreppi

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá Ed. Frvgr. er þannig að ríkisstj. skuli heimilt að selja Gunnari Guðmundssyni, Lindarbrekku, eyðijörðina Víðines í Beruneshreppi, Suður-Múlasýslu. Í grg. er upplýst að þessi jörð hefur ekki verið í byggð síðan 1944 og að Gunnar á Lindarbrekku hafi haft afnot af jörðinni um fleiri tugi ára.

Landbn. afgreiddi þetta mál þannig að hún samþykkir að mæla með því að þetta frv. verði samþykkt eins og það kom frá Ed. og allir landbn.-menn skrifa undir þetta nál.