06.05.1985
Neðri deild: 64. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4819 í B-deild Alþingistíðinda. (4096)

368. mál, ríkisreikningurinn 1980

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um samþykkt á ríkisreikningnum fyrir árið 1980. Það hefur þegar hlotið afgreiðslu hv. Ed. Ríkisreikningur fyrir árið 1980 hefur verið lagður fyrir þingið og eins og þar kemur fram hafa útgjöld numið 378 985 371 þús. gömlum kr. á því ári en tekjur námu 392 888 501 þús. gömlum kr. Að öðru leyti er ekki ástæða til að fjölyrða um efni ríkisreikningsins sem nánar verður tekið til meðferðar í nefnd.

Ég vil leyfa mér að leggja til að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. fjh.- og viðskn. og 2. umr.