06.05.1985
Neðri deild: 64. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4831 í B-deild Alþingistíðinda. (4106)

5. mál, útvarpslög

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hafi ég heyrt rétt tilmæli sem komu frá hv. 3. þm. Norðurl. e. þá var þar ekki borin fram ósk um frestun á umræðu. Aftur á móti var borin fram ósk um það að umræðu lyki ekki fyrr en hv. 2. þm. Norðurl. v. gæti verið viðstaddur.

Nú sýnist mér einsýnt að hyggist hann gegna þingskyldum með eðlilegum hætti á næstu fundum deildarinnar séu það margir á mælendaskrá að skynsamlegt sé að halda áfram umræðu og ásfæðulaust að óttast svo mjög að henni ljúki fyrir þann tíma. Varðandi þær athugasemdir sem komu frá hv. 6. þm. Reykv. vil ég andmæla því að hjá Framsfl. séu ráðagerðir um að vinna gegn því að þetta mál fari til atkvæða. Ég vann að því með eðlilegum hætti að málið fengi afgreiðslu í nefnd og einnig að ganga frá þeim seinustu brtt. sem hér eru lagðar fram og áður hafði verið rætt um. Ég tel að málið hafi verið tekið hér á dagskrá jafn tímanlega og kostur var eftir að gengið var frá þeim brtt. (JBH: Hvað hefur tafið málið í sex vikur, hv. þm.?) Það mál gæti ég úfskýrt e. t. v. fengi ég vilja mínum framgengt og hér yrði haldið áfram umræðu.