08.05.1985
Efri deild: 66. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4967 í B-deild Alþingistíðinda. (4209)

363. mál, lagmetisiðnaður

Frsm. minni hl. (Karl Steinar Guðnason):

Virðulegi forseti. Ég er einn í minni hl. í þetta sinn, síðast vorum við tveir. Ég er andvígur þessu frv. vegna þess að ég er á móti einokun og tel eðlilegt að sölusamtök í lagmetisiðnaði starfi á sama grundvelli og önnur útflutningssamtök. Þar af leiðandi legg ég til að frv. verði fellt. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um þetta. En ég tel að þetta fyrirkomulag sé leifar af gömlum tíma og hef heyrt að það standi til að breyta þessu fyrirkomulagi. Það væri miður ef Alþingi á að verða til þess að hindra þær breytingar.