09.05.1985
Neðri deild: 66. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5045 í B-deild Alþingistíðinda. (4340)

248. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Í tilefni orða hæstv. menntmrh. um húsnæðismál Þjóðskjalasafns og Landsbókasafns í Safnahúsinu við Hverfisgötu get ég vel tekið undir þau orð að því leyti að byggingu þjóðarbókhlöðu þarf að hraða og þeim söfnum sem eru í Safnahúsinu þarf að sjá þar fyrir góðu og hentugu húsnæði í framtíðinni. En ég get ekki stillt mig um að láta í ljós þá skoðun mína að þegar þessi umræddu söfn verða flutt úr Safnahúsinu við Hverfisgötu þá verði það fallega og virðulega hús ákveðið sem framtíðarhúsnæði fyrir Hæstarétt Íslands.