31.10.1984
Neðri deild: 8. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í B-deild Alþingistíðinda. (437)

48. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil geta þess að 16. dagskrármálið nefnist: Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla, frv. 105. mál Nd. (þskj. 109). — 1. umr. Þessi mál, 48. og 105. mál, eru mjög svo samkynja. Það er tillaga forseta að þessi mál verði rædd saman. Það var gert í fyrra þegar eins stóð á, og er það von mín að það verði samþykki í hv. deild að þessi tvö mál verði rædd saman efnislega þó að forminu til verði að sjálfsögðu að greina þar á milli.