13.05.1985
Efri deild: 71. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5129 í B-deild Alþingistíðinda. (4389)

475. mál, ríkislögmaður

Frsm. (Haraldur Ólafsson):

Virðulegi forseti. Þetta frv. hefur verið rætt innan nefndarinnar og mælir hún einróma með því að það verði samþykkt. Hér er um að ræða nokkrar breytingu á þeirri skipan sem verið hefur, þ. e. að embætti ríkislögmanns verði sjálfstæð stofnun og heyri undir fjmrh. Það eru gerðar allstrangar kröfur um það hvern megi skipa í það embætti, þ. e. sömu kröfur og gerðar eru til hæstaréttardómara. Það er einnig gert ráð fyrir því að ríkislögmaður geti haft sér til aðstoðar allt að tvo löglærða fulltrúa sem annist þá málarekstur fyrir hönd ríkisins.

Það er rétt að taka fram að í þessum lögum er gert ráð fyrir að ríkislögmaður starfi fyrir öll rn. þó að hann heyri formlega undir fjmrh. enda þykir það eðlilegt þar sem langflest mál og öll kröfumál eru á fjmrn.

En að sjálfsögðu er sú skipan höfð að það eru málsaðilar, þ. e. ráðh., sem taka endanlega ákvörðun um hvaða málum skuli vísað til ríkislögmanns og eins hvort þeir fallast á meðferð og lok málsins. Þetta er þjónustustofnun og nm. voru sammála um að hér væri um að ræða skipan sem hefði marga góða kosti. Eins og ég sagði í upphafi leggur hún einróma til að frv. verði samþykkt óbreytt.