13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5152 í B-deild Alþingistíðinda. (4431)

106. mál, tannlækningar

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. var lagt fram í þessari hv. þd. snemma á síðasta þingi og hlaut afgreiðslu úr deildinni og var vísað til Ed. Þar náði það ekki fram að ganga og var endurflutt lítið breytt á haustdögum. Ed. hefur gert á því nokkrar breytingar. Fæstar eru verulegar efnisbreytingar. Ég vænti þess að sú nefnd sem fær frv. til meðferðar hér afgreiði það fljótt og vel eins og hún gerði á s. l. sumri. Ég legg mikla áherslu á það að frv. verði að lögum á þessu þingi.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og trn.