13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5157 í B-deild Alþingistíðinda. (4450)

5. mál, útvarpslög

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Þingflokkur Alþb. vekur athygli á að við nýafstaðna atkvgr. við 3. umr. frv. til útvarpslaga hafa verið samþykktar breytingar á frv. sem opna allar flóðgáttir fyrir fjármagnsöflin í útvarpsrekstri. Með því er stöðu og rekstri Ríkisútvarpsins stefnt í mikla tvísýnu.

Þá hafa verið felldar tillögur Alþb. um að boðveitur, þ. e. kapalkerfi og endurvarpsstöðvar, verði í opinberri eigu. Hér hafa þeir sameinast við lokaafgreiðslu málsins í þingdeildinni sem veita vilja gróðaöflunum óheftan aðgang að ljósvakanum og koma þar með í veg fyrir æskilega fjölbreytni í útvarpsrekstri. Þessu mótmælir þingflokkur Alþb. og greiðir atkvæði gegn frv. í heild. Með vísan til þessa segi ég nei.