13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5158 í B-deild Alþingistíðinda. (4460)

5. mál, útvarpslög

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Kvennalistinn hefur þegar lagt fram hugmyndir sínar um skipan útvarpsmála í sérstöku frv. Þær hugmyndir sem fram koma í þessu frv. eru í ýmsum meginatriðum andstæðar okkar hugmyndum. Fjármögnun Ríkisútvarpsins hefur nú verið gerð það veikburða með þeim breytingum sem hér hafa verið samþykktar að ekki er fyrirséð að það muni lifa af í samkeppni við fjársterkari aðila. Af þessum ástæðum segi ég nei.