13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5189 í B-deild Alþingistíðinda. (4479)

86. mál, áfengislög

Forseti (Ingvar Gíslason):

Beint er þeirri spurningu til forseta hversu lengi hann hyggist halda hér áfram fundi. Áður en til þessa fundar kom var það hugmynd forseta að halda áfram til a. m. k. kl. tólf á miðnætti og þeirri stefnu verður nú haldið. Ég held að hv. þdm. þurfi ekki að kvarta undan því að þeir hafi verið sérstaklega vansvefta fyrir sakir ofríkis eða ofstjórnar og langs vinnutíma af völdum forseta hér í vetur. Það er því enn stefna forseta að halda áfram þessari umr. enda eru alimargir á mælendaskrá og allvel mætt á þessum fundi og ég vona að við getum haldið þessari umr. enn áfram.