13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5190 í B-deild Alþingistíðinda. (4480)

86. mál, áfengislög

Frsm. minni hl. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Það kom fram í svari forseta að við upphaf umr. hafi hann hugsað sér að halda henni fram allt til miðnættis. Nú veltur á mestu að það sé skýrt hver sé stefnan nú en ekki í upphafi. Ég vænti — (Forseti: Það kom fram í svari forseta.) — þess eindregið að forseti skýri það hvort hann hyggst stoppa við miðnætti eða hvort þá verður skipt um skoðun.