14.05.1985
Sameinað þing: 82. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5203 í B-deild Alþingistíðinda. (4491)

409. mál, útflutningur niðurgreiddra landbúnaðarafurða

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Mér hafa borist svör frá tveimur aðilum við fsp. hv. 5. landsk. þm. sem, eins og hann sagði hér áðan, er framhald af annarri fsp. sem hann bar fram fyrr á þessu þingi. Þessi svör eru frá Osta- og smjörsölunni sf. og Sambandi ísl. samvinnufélaga, en eins og kom fram í svari við fyrri fsp. eru það langstærstu aðilarnir sem flytja út þær vörur sem spurt er um.

Sem svar við fyrsta lið þessarar fsp. kemur það fram hjá báðum þessum aðilum að formleg útboð á ákveðnu magni hafi ekki farið fram. Hins vegar hafi verið leitað eftir tilboðum í einstaka farma og þannig fengist sú lækkun sem kom fram í mínu fyrra svari. Þar af leiðandi er ekki um að ræða ítarlegri svör við 2. og 3. spurningunni. En við 4. spurningunni eru gefin eftirfarandi svör frá Osta- og smjörsölunni:

Eimskip, árið 1983 3 503 219 kr. og árið 1984 8 969 410 kr.

Hafskip, árið 1983 449 817 kr. og 1984 305 568 kr.

Skipadeild SÍS, árið 1983 1 100 694 kr. og árið 1984 204 138 kr.

Samtals var þetta því árið 1983 5 053 730 kr. og árið 1984 9 479 116 kr.

Frá Sambandi ísl. samvinnufélaga eru tölurnar þessar:

Eimskipafélag Íslands, árið 1983 603 255 kg eða 16%, árið 1984 1 460 606 kg eða 30.3%

Hafskip hf., árið 1983 316 683 kg eða 8.4% og 1984 108 566 kg eða 2.2%

Skipadeild Sambands ísl. samvinnufélaga, árið 1983 2 189 155 kg eða 57.9% og 1984 2 573 238 kg eða 53.3%.

Aðrir, árið 1983 670 940 kg eða 17.7% og 1984 683 443 kg eða 14.2%.

Samtals er þetta þá 1983 3 780 033 kg og 1984 4 827 853 kg.