14.05.1985
Neðri deild: 69. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5241 í B-deild Alþingistíðinda. (4529)

50. mál, ríkisábyrgð á launum

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Þessi brtt. er flutt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir það ranglæti sem mun skapast verði það frv., sem hér er nú til lokaafgreiðslu, samþykki eins og það nú er. Hún er flutt til þess að launafólk alls staðar að af landinu búi við sömu aðstæður að því er varðar ávöxtun í þessum efnum á orlofsfé og í ljósi þess segi ég já.