14.05.1985
Neðri deild: 69. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5259 í B-deild Alþingistíðinda. (4544)

86. mál, áfengislög

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Skýringin á þeim ummælum mínum, sem ég lét falla um að hv. 5. þm. Vestf. hafi talað þrisvar, er þessi: Skv. mínum skilningi á þingsköpum er það svo að ef ræðumaður lýkur ræðu sinni án þess að hlé sé gert á umr. og annar ræðumaður tekur til máls á eftir honum hefur hann þar með lokið ræðu sinni. Þegar hann tekur til máls í þriðja sinn gerir hann það í þriðja sinn að þingsköpum.

Hitt er annað mál ef gert hefði verið hlé á umr. og hv. þm. haldið áfram flutningi ræðu sinnar beint. En þegar þetta gerist með þessum hætti og annar ræðumaður tekur til máls í millitíðinni er það minn skilningur-og hefur reyndar komið í ljós í viðræðum við þm. að það er skilningur margra annarra — að þar með hafi hv. þm. talað þrisvar.