14.05.1985
Sameinað þing: 0. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5263 í B-deild Alþingistíðinda. (4548)

326. mál, heildargreiðslur fyrir auglýsingar ríkissjóðs

Fyrirspurnin hljóðar svo:

Hverju nema heildargreiðslur fyrir auglýsingar ríkissjóðs árið 1984 og til loka janúar 1985:

a) eftir mánuðum,

b) eftir helstu fjölmiðlum?

Svar: Eigi er unnt að svara fyrirspurninni eins og hún er orðuð án umfangsmikillar bókhaldsrannsóknar. Í samráði við fyrirspyrjendur er því gerð grein fyrir tveimur atriðum er snerta auglýsingar ríkissjóðs. Er hér um að ræða auglýsingar á spariskírteinum og þær almennu reglur sem stuðst er við þegar ákveðið er hvar skuli auglýsa.

Birtingarkostnaður í fjölmiðlum á árinu 1984 vegna spariskírteina ríkissjóðs

nam 2 984 349 kr. og skiptist þannig:

a) eftir mánuðum:

Janúar

53 763

Febrúar

360 603

Mars

294 310

Apríl

83 248

Maí

137 707

Júní

110787

Júlí

221 677

Ágúst

76 723

September

726 936

Október

-

Nóvember

851 183

Desember

67 412

2 984 349

b) eftir fjölmiðlum:

Sjónvarp

667 520

Útvarp

288 121

Rás2

76 560

Morgunblaðið

547 382

D. V.

341 839

Þjóðviljinn

282 615

Alþýðublaðið

266 611

N. T.

260 619

Helgarpóstur

249 172

Lögbirtingablað

3 910

2 984 349

Birtingarkostnaður í fjölmiðlum í janúar 1985 vegna

spariskírteina ríkissjóðs nam 1 636 259 kr. og skiptist

þannig:

Sjónvarp

351 620

Útvarp

103 029

Rás2

129 120

Morgunblaðið

595 054

D. V.

309 119

Þjóðviljinn

38 399

38 399

N. T.

38 399

Helgarpóstur

33 120

Fram til ársins 1984 voru allar auglýsingar vegna sölu á spariskírteinum ríkissjóðs auglýstar í nafni Seðlabanka Íslands og ákveðnar af honum.

Seðlabankinn studdist við þá meginstefnu að viðskiptaleg sjónarmið réðu birtingu auglýsinganna og voru þær birtar í þeim fjölmiðlum sem álitið var að mestum árangri næðu í kynningu miðað við kostnað. Þegar farið var að auglýsa sölu á spariskírteinum í nafni ríkissjóðs á árinu 1984 þótti ekki ástæða til að breyta þar um, enda hljóta að gilda allt aðrar reglur um slíkar auglýsingar en hefðbundnar auglýsingar stjórnvalda sem birtast í öllum dagblöðum og oftast aðeins einu sinni.