15.05.1985
Neðri deild: 70. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5294 í B-deild Alþingistíðinda. (4587)

86. mál, áfengislög

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Þessi till. er um það að eftir að Alþingi hefur tekið afstöðu í málinu. eins og hér er gert ráð fyrir, þá fái þjóðin að segja sitt álit á málinu. Það telur hv. þm. Guðrún Helgadóttir vandræðalega lausn að spyrja þjóðina álits og það er í anda þeirrar stefnu sem hún hefur kannske fylgt undangengin ár. Sú till. sem hún vitnaði til hér áður var um það að skjóta málinu frá þinginu. Það var vandræðaleg lausn af þeirra hálfu sem það vildu gera að forða sér frá því að þurfa að taka afstöðu. Hér er lagt til að þingið taki afstöðu fyrst, síðan verði það borið undir þjóðina. Í ljósi þess að ég treysti því að dómgreind þjóðarinnar sé með þeim hætti að hún kunni full skil á réttu og röngu segi ég já.