21.05.1985
Sameinað þing: 85. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5512 í B-deild Alþingistíðinda. (4750)

476. mál, fiskeldismál

Flm. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Ég þakka þessar ágætu undirtektir. Mér er vitaskuld ljóst, eins og kom væntanlega að einhverju leyti fram í máli mínu, að aðrir hafa flutt till. um þetta efni. Mér finnst eðlilegt og rétt að menn leitist við að samræma sjónarmiðin í n. og taka mið af öðrum þeim till. sem fram hafa komið og hugsanlega er hægt að sameina eitthvað af þeim sjónarmiðum sem uppi eru í eina till. eða með breytingum á þeirri till. sem hér er.

Það er aðeins eitt sem ég vil leggja áherslu á og það er það að menn taki afstöðu til þess hvernig þeir vilja skipa málum og geri það með þessu ályktunarformi úr því að ekki er annarra úrkosta völ, þannig að menn viti þegar hvernig þeir standa að því er flest þau atriði varðar sem hér eru upp talin.