01.11.1984
Sameinað þing: 13. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (476)

22. mál, Fiskifélag Íslands

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Mig langar fyrst að lýsa þeirri skoðun minni að ég tek undir það, sem kom fram hérna í þessum stól áðan, að það er held ég til skaða að þessi umr. skuli fara hérna fram án þess að það sé nokkur úr ríkisstjórninni við vegna þess að þessi mál koma augljóslega mjög við umr. um fjárlög og hlutverk ríkisvaldsins. Við erum ekki að leika okkur. Þetta er umræða um grundvallaratriði. Ég vil þess vegna leggja til að þessari umr. verði frestað þangað til fleiri þm., og þá sérstaklega ráðherrar, geta verið viðstaddir.