23.05.1985
Sameinað þing: 86. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5626 í B-deild Alþingistíðinda. (4872)

496. mál, stefna Íslendinga í afvopnunarmálum

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég ætla að biðja menn að fara ekki að deila í lok þeirrar friðsömu einingarumræðu sem farið hefur fram í dag. Mér finnst að þetta mál liggi nokkuð skýrt fyrir. Í fyrsta lagi eru hér ekki kjarnorkuvopn. Í öðru lagi er það stefna stjórnvalda að hér séu ekki kjarnorkuvopn. Í þriðja lagi áréttar Alþingi þessa stefnu og ákvarðar formlega að hér verði ekki staðsett kjarnorkuvopn. Í fjórða lagi starfar ríkisstjórn Íslands á ábyrgð Alþingis. Og í fimmta lagi, eins og hæstv. forsrh. tók fram rétt áðan, þá hlýtur meirihlutavilja Alþingis að þurfa til að breyta þeirri stefnu.