23.05.1985
Neðri deild: 75. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5635 í B-deild Alþingistíðinda. (4901)

363. mál, lagmetisiðnaður

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Árum saman er það sífelldlega haft til afsökunar að menn hafi ekki unnið þau verk sem þeir hafa heitið að vinna, nefnilega að skipa þessum málum með nýjum hætti, og það er óviðunandi með öllu að þinginu sé þannig stillt upp ár eftir ár og því leyfist ekki að hafa rétta skoðun á málinu. Ég ætta að leyfa mér að hafa rétta skoðun á málinu og segi nei.