23.05.1985
Neðri deild: 75. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5635 í B-deild Alþingistíðinda. (4904)

467. mál, almenn hegningarlög

Flm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um þann voða sem steðjar að þjóðinni vegna síendurtekinna fíkniefnabrota hér á landi og aukins ólöglegs innflutnings á slíkri ólyfjan. Ég hef af þeim sökum flutt hér frv. sem felur það í sér að refsirammi fyrir alvarleg fíkniefnabrot verði færður út þannig að hæsta refsing geti orðið 16 ár eða ævilangt fangelsi í stað 10 ára eins og nú er. Ástæðan fyrir þessum frumvarpsflutningi er sú að refsingar við slíkum brotum hafa verið þyngdar erlendis og er óhjákvæmilegt, að mínum dómi, að breytingar á almennum hegningarlögum séu gerðar til samræmis við þá þróun svo að varnaðaráhrif refsinganna séu hin sömu hér og annars staðar í nálægum löndum.

Ég legg til, herra forseti, að málinu verði vísað til 2. umr. og allshn.